Skipting þingsæta milli kjördæma í alþingiskosningunum 28. október 2017.

Um fjölda þingsæta og skiptingu þeirra er fjallað í 8. gr. kosningalaga, sbr. auglýsingu landskjörstjórnar nr. 439/2013. Þingsæti eru 63 þar af eru kjördæmissæti 54 og jöfnunarsæti 9. Þau skiptast þannig milli kjördæma:

Meira

Könnun á fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti í kjölfar alþingiskosninganna 29. október 2016

Landskjörstjórn er falið í 5. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar og 9. gr. laga um kosningar til Alþingis að reikna út hvort fjöldi kjósenda á kjörskrá að baki hverju þingsæti í einhverju kjördæmi sé helmingi lægri en í einhverju öðru kjördæmi. Sé svo skal landskjörstjórn færa eitt sæti í einu frá því kjördæmi þar sem fjöldinn er lægstur til þess kjördæmis þar sem fjöldinn er hæstur.

Samkvæmt meðfylgjandi útreikningum var staðan á misvægi atkvæða við kosningarnar 29. október 2016 óbreytt frá síðustu alþingiskosningum.

Meira