19.10.2017 : Tilkynning um framboð við alþingiskosningarnar 28. október 2017.

Á fundi landskjörstjórnar kl. 14 þriðjudaginn 17. október var, í samræmi við 44. gr. laga um kosningar til Alþingis, samþykkt auglýsing um framboð við alþingiskosningarnar 28. október næstkomandi. Í auglýsingu landskjörstjórnar kemur fram bókstafur hvers lista og fyrir hvaða stjórnmálasamtök hann er borinn fram, nöfn frambjóðenda á hverjum lista í réttri röð og staða þeirra, starfsheiti og heimili.

Auglýsing um framboð við alþingiskosningarnar 28. október næstkomandi (pdf) .

18.10.2017 : Auglýsing frá landskjörstjórn um lista sem verða í framboði við alþingiskosningarnar 28. október 2017

Á fundi landskjörstjórnar kl. 14.00 í dag þriðjudaginn 17. október var í samræmi við 44. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, gert kunnugt um þá lista sem verða bornir fram í alþingiskosningunum 28. október næst komandi.

Lesa meira

29.9.2017 : Auglýsing um mörk kjördæmanna í Reykjavík

Í gær 28. september 2017 ákvað landskjörstjórn hver ættu að vera mörk norður- og suðurkjördæma í Reykjavík, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Mörkin eru óbreytt frá síðustu alþingiskosningum 2016.

Lesa meira

21.9.2017 : Skipting þingsæta milli kjördæma í alþingiskosningunum 28. október 2017.

Um fjölda þingsæta og skiptingu þeirra er fjallað í 8. gr. kosningalaga, sbr. auglýsingu landskjörstjórnar nr. 927/2016. Þingsæti eru 63 þar af eru kjördæmissæti 54 og jöfnunarsæti 9. Þau skiptast þannig milli kjördæma:

Lesa meira