Landskjörstjórn hefur lokið talningu atkvæða
Landskjörstjórn hefur lokið talningu atkvæða í kosningum til stjórnlagaþings, er fram fóru laugardaginn 27. nóvember sl.
Í meðfylgjandi skrám má finna lista yfir þá 25 frambjóðendur sem hlutu kosningu til stjórnlagaþings, uppgjör landskjörstjórnar, ásamt skrá sem geymir upplýsingar um framkvæmd talningarinnar, sbr. 1. mgr. 14. gr. laga um stjórnlagaþing.
Hér má sjá á einfaldan hátt hvernig atkvæði fluttust á milli frambjóðenda í hverri lotu.
Enn fremur má sjá hér hve oft auðkennistala frambjóðenda kom fyrir á hverjum kjörseðli og eftir vali kjósenda. (Uppfært 3.12.2010)
fh. landskjörstjórnar
Þórhallur Vilhjálmsson