Auglýsing um frambjóðendur
Auglýsing landskjörstjórnar um frambjóðendur sem verða í kjöri til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
Samkvæmt 7. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2010 um stjórnlagaþing skal landskjörstjórn auglýsa á vefsíðu sinni og vefsíðu á vegum dómsmálaráðuneytisins, 24 dögum fyrir kjördag, nöfn frambjóðenda og auðkennistölu, svo og starfsheiti þeirra og sveitarfélag þar sem þeir eru búsettir.
Fyrir fund landskjörstjórnar 25. október sl. höfðu landskjörstjórn borist 526 gild framboð til stjórnlagaþings. Þá höfðu jafnframt þrír frambjóðendur afturkallað framboð sín. Að auki hefur einn frambjóðandi afturkallað framboð sitt fyrir birtingu þessarar auglýsingar. Alls verða því 522 frambjóðendur í kjöri til stjórnlagaþings samkvæmt meðfylgjandi lista.
Reykjavík, 3. nóvember 2010
Landskjörstjórn
Ástráður Haraldsson
Bryndís Hlöðversdóttir
Hervör Þorvaldsdóttir
Þórður Bogason
Þuríður Jónsdóttir
____________________
Þórhallur Vilhjálmsson.