Velkomin

á heimasíðu landskjörstjórnar

Landskjörstjórn fer með veigamikið hlutverk við undirbúning og framkvæmd kosninga til Alþingis og gefur út kjörbréf til þingmanna eins og nánar greinir í lögum nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Auk þess er á vegum landskjörstjórnar unnið að rannsóknum á kosningamálum og kosningafræði.

Á þessari heimasíðu eru upplýsingar og fréttir af starfi landskjörstjórnar og birtar greinar og annað efni sem tengist kosningamálum og kosningafræði.


Fréttir og tilkynningar

Mörk kjördæmanna í Reykjavík við kjör forseta Íslands
25. júní 2016.

Við fyrirhugað kjör forseta Íslands 25. júní 2016, eiga mörk kjördæma að vera þau sömu og í næstliðnum alþingiskosningum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945.

Lesa meira
 

Úrslit alþingiskosninganna 27.apríl 2013

Á fundi landskjörstjórnar 6. maí 2013 var farið yfir úrslit alþingiskosninganna 27. apríl 2013 og þingsætum úthlutað til frambjóðenda í samræmi við ákvæði XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Þá gaf landskjörstjórn út kjörbréf til þeirra frambjóðenda sem náðu kjöri og jafnmargra varamanna. Sjá nánar Alþingiskosningar 2013.

Lesa meira
 


Erindi til landskjörstjórnar

Aðsetur landskjörstjórnar er í Kirkjustræti 8b.

Ritari landskjörstjórnar er Þórhallur Vilhjálmsson.

Tölvupóstfang: thorhallurv@althingi.is

Sími: 563 0933 / 692 3101Þetta vefsvæði byggir á Eplica